Blúnda

Mikið litaúrval. Bæði til 15 og 30 cm breiðir blúndulöberar. Flottir á veisluborð, efitir endilöngu, á ská eða hvernig sem þér dettur í hug. Gerir heilmikið fyrir heildarútlit veislusalarins.

Ljós

Rómantísk ljós gera veisluna glæsilega og heimilið fallegt. Við höfum gott úrval ljósa sem vert er að skoða. Litlu led ljósin á vírnum eru svo fíngerð og falleg og álfaperlurnar gera umhverfi sitt ævintýralegt.

Krítarpennar

Flottir og litríkir pennar sem henta vel til að skrifa á krítarlímmiða, krítartöflur, spegla, gler svo fátt eitt sé nefnt. Auðvelt að þrífa af með rökum klút. 

Tré vörur

 Hjörtu, stjörnur, snjókorn, fiðrildi og litlar klemmur. Flott sem borðskraut eða fallega skreytingu eða sniðugt föndur.

Fiðrildi

Mikið úrval af fiðrildum á vegg, glugga eða á ískápinn. Bæði með lími og segli. Poppa upp tóma veggi án mikillar fyrirhafnar. 

Strigi

Strigaborðar með blúndu sem vinsælt er að skreyta krukkur með. Striga band og striga fánar fullkomna rustic brúðkaupsveislur. 

Skreytum.is er lítil vefverslun sem býður upp á ýmsar vörur ætlaðar til skreytinga í brúðkaupum, skírnarveislum, fermingarveislum, afmælum og á heimilum. Verslunin er eingöngu vefverslun staðsett á Stokkseyri. Við sendum hvert á land sem er, en að sjálfsögðu er velkomið að sækja til okkar vörur eftir samkomulagi.